Thursday, April 26, 2007

Þessa dagana (23.-29. apríl) stendur Slökkvum á sjónvarpinu-vikan yfir, að undirlagi AdBusters. Ég hvet fólk til að taka þátt í henni: Glápum minna, lifum meira.

Fréttin "Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu" frá því um daginn gefur gróflega skakka mynd vegna þess hvernig hún er sett fram. Hvers lags fyrirsögn er þetta, þegar kemur síðan fram að 9% eru mjög hlynnt, 30% frekar hlynnt, 17% frekar andvíg en 23,3% mjög andvíg? Augljóslega eru skiptar skoðanir um þetta -- en það gefur raunhæfari mynd, að af þeim sem hafa sterkar skoðanir á málinu eru meira en tveir þriðju mjög á móti.

Martin Van Crevel, ísraelskur prófessor í hernaðarsögu, talar af óvenjulegri hreinskilni þar sem vitnað er í hann í þessari grein: Við gætum eytt öllum höfuðborgum Evrópu. Furðuleg lesning.

No comments:

Post a Comment