Wednesday, September 29, 2004

Fáheyrt! Hugsa sér að þessir sokkar skuli vera svo óforskammaðir að telja sér stætt á þessu! Einhvers staðar á nú eftir að heyrast hljóð úr horni, er ég hræddur um! Nepótisminn allsráðandi, spilling og fyrirgreiðsla.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

olíuverðið er komið upp í rjáfur. 50 dollarar tunnan, síðast þegar ég vissi. Það er engin ástæða til bjartsýni, það á ekki eftir að lækka mikið aftur. Ekki í bráð, og varla nokkurn tímann. Að öllum líkindum erum við að horfa á fyrstu ummerki olíutindsins svokallaða - þegar olíuframleiðsla heimsins nær hámarki og fer að dragast saman aftur. Hraðar og hraðar. Hvað kemur í staðinn? Tja, ég býst við að við getum alltaf bitið gras.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í Nepal stendur yfir allsherjarverkfall. Maóistum gengur nokkuð vel í byltingarstríðinu gegn harðstjóra-einvaldinum Gyanendra og forneskjulegu aðalsveldinu. Byltingarstríð nepalskra maóista er nokkuð sem ég fylgist með af áhuga. Las um daginn málgagn þeirra og þeir eru með allt á hreinu, fræðilega séð. Ég er bjartsýnn á að þeir hafi þetta.

No comments:

Post a Comment