Wednesday, September 8, 2004

Efasemdaraddirnar eru farnar að heyrast. Vladimír nokkur efast um að hin opinbera saga rússneskra stjórnvalda um gíslatökuna í Beslan. Aðrir segja að kannski hafi gíslatökumennirnir ekki einu sinni verið Chechenar, alla vega ekki nema fáir. Voru engir arabar og enginn blámaður í hópi gíslatökumannanna? Hvað ef þeir voru ekki? Hvað ef það er lygi sem er hluti af áróðursstríði? Lesið þessa grein líka. Rússar reyna að láta líta út fyrir að barátta þeirra gegn Chechenum eigi eitthvað skyld við það sem Bandaríkin eru að gera. Tengja aðskilnaðarsinna í Checheníu við al-Qaeda.

Said Ibrahayev spyr: Hvers vegna gera menn ekkert veður út af 250.000 Chechenum, þar af 42.000 börnum, sem hafa fallið fyrir morðingjahendi rússneska hersins á undanförnum árum?

Leiðari Morgunblaðsins í gær, um gíslatökuna, var annars óvenjulega góður. Blaðið skýtur kannski fastari skotum og er óvægnara þegar Rússar eiga í hlut?

Í kvöldfréttum sjónvarps sást hvernig Pútín notar þennan hrylling til að fyllkja þjóðinni í kring um sjálfan sig. 200.000 manns, ekki færri, mættu á mótmælafund. Auðvitað túlka yfirvöld svona fund sem stuðningsyfirlýsingu við áframhaldandi stríð í Checheníu og viðurkenningu á „frækilegri framgöngu“ forsetans. Vekur grunsemdir. Vitanlega er þetta ekkert endilega vísbending um að Pútín hafi haft hönd í bagga. Sá armur chechensku aðskilnaðarsinnanna sem aðhyllist þjóðernis- og trúarrembu er nefnilega nægilega reactionary til að gera svona grimmileg heimskupör upp á eigin spýtur. Er Basajev á mála hjá FSB (frv. KGB)? Ég efa það. Hins vegar eru áreiðanlega einhvejrir nánustu aðstoðarmanna hans það. FSB-menn geta áreiðanlega togað í spotta, eins og Mossad og Shin Bet gera í Palestínu, með því að infiltrera hópa vígamanna. Basajev klýfur fylkingu Chechena og er næg átylla fyrir frekara stríði.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

“We remember, honor and mourn the loss of all those who have made the ultimate sacrifice defending freedom, and we also remember those who lost their lives on Sept. 11,” [Scott] McClellan told reporters as Bush addressed a campaign rally

in Columbia, Mo. * (leturbr. mín)


Dóu fyrir frelsið. Fórnuðu lífinu til að „verja frelsið“. Ætli einhver sé nógu vitlaus til að gleypa ennþá við þessum fúla lyga/áróðursgraut?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Út er komið 55. bindi af Complete Collection of Kim Il Sung's Works í Norður-Kóreu. Langar mig í þá bók? Ekki sérstaklega.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Halldór Ásgrímsson er 57 ára í dag. Gott hjá honum.

No comments:

Post a Comment