Tuesday, October 19, 2021

Hvað með að banna kaþólsku kirkjuna?

Í lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög er sagt að ekki megi "fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu". Nú get ég ekki skilgreint hvað það er, en að nauðga börnum er að minnsta kosti langt fyrir utan það. 216.000 í Frakklandi. Tvöhundruð og sextánþúsund fórnarlömb kirkjunnar. Eða ... kannski 330.000 ef kaþólskir skólar eru taldir með.

Þessi árátta kaþólsku kirkjunnar fyrir því að misnota börn er auðvitað ekkert minna en sjúkleg. Er skýringin krafan um skírlífi? -- Hvers lags fábjána dettur í hug að halda að barnamisnotkun geti flokkast undir skírlífi? Og hvað er í höfðinu á fólki sem kallar hinsegin fólk öfugugga, en ver á sama tíma kaþólsku kirkjuna með kjafti og klóm?

Og ef þetta væru bara einangruð tilvik. En þessir frönsku perraprestar skipta þúsundum. Og hinir hylma yfir með þeim. Þannig að þetta er greinilega kerfisbundið. Þetta er bundið við stofnunina, ekki eitt og eitt skemmt epli.

Og kaþólska kirkjan biður um fyrirgefningu. Ósmekklegur brandari. Fokkið ykkur. Fast.

No comments:

Post a Comment