Thursday, June 16, 2016

Leggja mannanafnanefnd niður

Það er verið að undirbúa mikla losun á lögum um mannanöfn og hefði mátt gerast fyrr. Þessi lög og nefnd eru ekki bara óréttlát og kjánaleg, heldur ná þau ekki einu sinni yfirlýstum tilgangi sínum. Að nafnið megi t.d. ekki vera nafnbera til ama -- það er kannski göfugur tilgangur þegar börn eiga í hlut, en (a) fullorðið fólk á að geta borið sjálft ábyrgð á því hvað það vill heita og (b) fjöldinn allur af samþykktum nöfnum geta svo sannarlega verið til ama, bæði þau sem verða hlægileg þegar tvö standa saman og þau sem mörgum finnst bara asnaleg -- og vel að merkja, þá er mjög fjölbreytt hvað fólki finnst asnalegt.

En að krefjast þess að nafn sé nafnorð -- hvað er það? Bjartur, Svartur, Ljótur, Kristinn, Sighvatur, Vigfús, Ársæll -- eru þetta ekki allt lýsingarorð?

No comments:

Post a Comment