Monday, April 11, 2016

Samsæri og Panamaskjölin

Egill Helgason bloggaði í gær um samsæriskenningar um Panamaskjölin. Hann tekur ekki beint afstöðu til þeirra sjálfur, en sumir sem skrifa athugasemdir tala um þær eins og þær séu hreinræktað kjaftæði. Bara eins og bandaríska leyniþjónustan eða öfl henni tengd mundu aldrei taka þátt í einhverju svona endemi. Og ef Rússar andmæla og koma með aðrar skýringar en vestræn hagsmunaöfl -- þá er það áróður Rússa -- en eins og samsæri, þá mundu hetjur frelsisins aldrei nota áróður. Áróður og samsæri -- það er eitthvað sem hinir nota bara. Ekki við. Ekki fólk eins og við.

Þórarinn Hjartarson skrifar athyglisverða grein um Panamaskjölin á vefsíðu Alþýðufylkingarinnar. Kíkið á hana:

Panamasprengjan. Til hvers?

4 comments:

  1. Þá má á móti spyrja: er vikilega einhver sem efasr það að Pútín og stjórn hans séu spillt? Trúir fólk virkilega Pútín að Panamaskjölin sé bara uppkokkuð af vondu Vesturvöldunum til að koma höggi á aumingja Pútín og félaga, eða að hann og stjórnmálamenn í Rússlandi séu eitthvað heilagri en vestrænir ráðamenn sem tengdir hafa verið aflandsfélögum og skattaskjólum? Hvernig útskýrir Pútín annars alla á Vesturlöndum sem tengdir hafa verið skattaskjólum í skjölunum og eru ekki Rússar?

    ReplyDelete
  2. Snúðu ekki út úr. Það er enginn að draga taum Pútíns eða segja að hann sé ekki spilltur. Og enginn hélt því fram að þetta væri "uppkokkað".

    ReplyDelete
  3. Ég er ekki að snúa út úr. "og ef Rússar andmæla og koma með aðrar skýringar en vestræn hagsmunaöfl -- þá er það áróður Rússa. en eins og samsæri, þá mundu hetjur frelsisins aldrei nota áróður."Var einhver fremur að halda því fram að Vesturveldin beiti aldrei áróðri? Þarf það að þýða að ekki sé innistæða fyrir ásökunum, og eru Rússar eitthvað síður líklegir til að beita áróðri eða einmitt eitthvað síður líklegir til spillingar? Eftir stendur svo að Pútín útskýrir ekki hvernig stendur á öllum á Vesturlöndum sem hafa verið bendlaðir við skattaskjól og eru ekki Rússar.

    ReplyDelete
  4. Hér hefur enginn efast um að það sé spilling í Rússlandi. En eins og kemur fram í greininni, þá er t.a.m. nánast enginn Bandaríkjamaður í þessum skjölum.

    ReplyDelete