Saturday, April 9, 2016

Mótmæli og krúttlegt augnablik

Það þarf eindreginn brotavilja til að skilja ekki hvers vegna ætti að boða til kosninga. Úr því Alþingi felldi vantraustið í gær, þá kæmi ekki á óvart að mótmælin færðust í aukana. Ef ríkisstjórnin velur það sjálf, að láta bola sér frá völdum með illu, frekar en að verða við kröfunni um kosningar strax, -- þá er það bæði óábyrgt val og getur orðið dýrkeypt. Að ríkisstjórnin óttist kosningar -- það er í sjálfu sér næg ástæða til að halda kosningar, er það ekki?

Skoðanakannanirnar eru líka athyglisverðar. Bæði að Píratar sýnast dala smá og að Samfylkingin virðist ekki njóta óánægjunnar með stjórnina. En fylgisskot VG er þó skrítnara.

Ráð fyrir fólk sem ætlar á friðsöm mótmæli: * Klæðið ykkur eftir veðri; * ef þið eruð með skilti, verið þá viss um að spjaldið sé vel fest á stöngina svo það fjúki ekki af; * bylgjupappi virkar illa í mótmælaspjald nema í blíðasta veðri; * hafið með ykkur nesti og vatnsbrúsa; * farið á klóið áður en þið farið af stað; * ef þið viljið berja í járn til að gera hávaða, verið þá með vinnuvettlinga svo þið fáið ekki blöðrur í lófana; * dómaraflauta tekur lítið pláss en gerir mikið gagn; * hafið með ykkur eyrnatappa, að minnsta kosti fyrir börnin ykkar.

Vísir greinir frá krútt-mómenti þegar vingjarnlegur lögreglumaður gaf barni órigamí-fugl. Eldey dóttir mín var einmitt svo heppin að fá líka svona fugl frá þessum sama manni, þegar hún kom með mér á miðvikudaginn var. Sú var ánægð.

No comments:

Post a Comment