Monday, September 12, 2011
Sjafnargata er ekki í Þingholtunum
Þann dag sem einhver fer að hlýða mínum skipunum, mun ég leggja bann við því að fasteignasalar auglýsi eignir þannig að þær séu í Þingholtunum þegar þær eru það ekki. Dæmi: Grettisgata er ekki í Þingholtunum. Ekki Lindargata heldur og ekki Barónsstígur heldur. Og öfugt við það sem segir í auglýsingu í fasteignablaði Fréttablaðsins í dag, þá er Sjafnargata sko ekki í Þingholtunum!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment