Wednesday, November 3, 2010

Happadagur

Ég var að leggja kapal um daginn, gamla góða sjöspilakapalinn sem allir þekkja. Viti menn, hann gekk upp, ekki einu sinni heldur fimm sinnum í röð. Þar sem það var greinilega happadagurinn minn, þá fór ég rakleitt út í sjoppu og keypti mér miða í Lottóinu og Víkingalottóinu, fullur af sigurvissu og tilhlökkun. Svo var dregið og ... ég vann ekki neitt.

No comments:

Post a Comment