Saturday, January 30, 2010

Deild 14 lokað í vor

Það á að loka deild 14 á Kleppi, vinnustað mínum undanfarin níu ár. Ástæðan: Sparnaður, samkvæmt fyrirskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með öðrum orðum er þetta núna orðið persónulegt. Við starfsfólkið fengum tilkynningu um þetta í desember en höfðum þar áður heyrt orðróma allt í kring um okkur frá því síðsumars. Sjúklingarnir heyrðu fréttirnar í útvarpinu. Enginn þeirra hefur fengið nýjan stað til að fara á þegar deildinni verður lokað fyrsta maí, og allt starfsfólkið, 27 manns, hefur fengið uppsagnarbréf. Margt af því verður líklega endurráðið, en það er ekki á vísan að róa með það. Okkur þykir þetta súrt í brotið, svo ég segi ekki meira.

5 comments:

 1. Já, Vésteinn, það er sorglegt þegar deildir sem hafa gegnt viðamiklu hlutverki í lífi fólksins sem er vistað þar, eru lagðar af. Sérstaklega í geðheilbrigðiskerfinu. Ég held að þetta sé ansi röng ákvörðun af yfirvöldum.
  Þetta er eina heimilið sem margir sjúklingar hafa átt eftir að þeir fullorðnuðust. Svo það hlýtur að vera skelfilegur missir. Föðursystir mín átti heimili inn á Kleppi eftir 30 ára aldur svo ég get sett mig að einhverju leyti í spor þeirra sem eru á þinni deild. Kveðja Erling Ólafsson

  ReplyDelete
 2. Til hamingju með atvinnuleysið Vésteinn. Ég fékk reisupassan um áramótin vegna sparnaðar líka. Alltaf finnst mér það kostulegt þegar ríkið finnst það betur farið með peninga að borga fólk fyrir að gera ekki neitt en að borga þá til að vinna í þágu samfélagsins. Og ekki "sparast" mikð því bæturnar eru littlu lægri en launin voru eftir skatta.

  Atvinnuleysið hefur líka mótað mig svolítið. Áður fyrr var ég stoltur yfir því að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og borgaði skattana mína með bros á vör. Nú spyr ég, hví á ég að taka þátt í þessu samfélagi þegar auðvaldið sendir tekjur sínar til Tortóla og borgar sem allra minnst og fær gjaldþrota fyrirtækin sín á silfur fati aftur til sín meðan almenningur missir vinnuna sína og heimili sín? Þetta er viðhorfabreyting hjá mér.

  Nú nýt ég þess að eiga frí með fjölsyldunni og stefni að því að fara að "vinna" fyrir einhverjum góðgerðarsamtökum til að stytta mér stundirnar. Vona að þú náir að komast inn í borgarstjórnina. Kannski að maður skrái sig í aðuvaldsflokkinn VG til að kjósa þig.

  ReplyDelete
 3. Takk fyrir það. Ég er að vísu bjartsýnn á að vera endurráðinn, en er jafn óánægður fyrir því. Ég er samt hræddur um að þú sért orðinn of seinn að skrá þig í VG ef þú vilt taka þátt í forvalinu. Fresturinn til þess rann út á miðvikudagskvöldið var. En takk samt. ;)

  ReplyDelete
 4. Ferlegt að heyra þetta með Deild 14 ("mína" deild).

  ReplyDelete
 5. Svo leyfir Páll Matthíasson sér að tala um mannréttindi í fréttum:

  "ákvörðunin byggist jafnframt á stefnumótun Geðsviðs sem miði að þeim sjálfsögðu mannréttindum að langveikt fólk eigi ekki að búa til langs tíma á sjúkrahúsi."

  Væri það málið hefði sjúklingum verið tryggt búsetuúrræði áður en ákvörðunin var tekinn. Annað er rúlletta um afkomu sjúklinga.
  Þetta er því ekki annað en bull.

  ReplyDelete