Thursday, August 13, 2009

Af skipulagsmálum

Fasteignaspekúlantar, sem hafa meira af peningum heldur en samfélagslegri ábyrgð, stunda það að kaupa gömul hús og láta þau níðast niður til þess að fá að rífa þau og smíða arðbæra lágkúru í staðinn.
Okkur íbúum í miðbæ Reykjavíkur, og annars staðar þar sem niðurrotnunarstefnan er viðhöfð, þykir súrt í brotið að sjá svona umgengni um hverfin okkar.
Í kvöld er borgarafundur um málið, í Iðnó klukkan 20. Ort af því tilefni:

Ryðgar blikkið, raftar fúna, rúður brotna.
Aumt er að horfa á auðvaldsdrottna
eiga bæinn og lát'ann grotna.

No comments:

Post a Comment