Einstaklingsbundnar plástraleiðir sem ríkisstjórnin boðar eru í besta falli ófullnægjandi hálfkák.
Heimilin í landinu þarfnast almennra aðgerða sem leiðrétta yfir línuna þá óréttlátu eignaupptöku sem hrunið hafði í för með sér. Persónulega finnst mér að það eigi að færa vísitöluna aftur til 1. janúar 2008 og stilla þannig húsnæðisskuldir heimilanna upp á nýtt, en aðrar leiðir geta komið til greina. Um leið ætti að afnema verðtrygginguna.
Hverjir borga fyrir þetta? Annars vegar má segja að enginn geri það. Skuldir gjaldþrota fólks eru ekki eignir heldur tapað fé og á ekki að bókfæra öðruvísi. Hins vegar má segja að bankarnir og lífeyrissjóðirnir borgi, með því að missa stóran hluta af bókfærðum eignum sínum. Ég græt þurrum tárum yfir bönkunum. Þá á að leggja niður sem verkfæri fjármálaauðvaldsins með annarlega einkahagsmuni, og láta í staðinn samfélagslega rekin fjármálafyrirtæki veita fjölskyldum og fyrirtækjum fjármálaþjónustu.
Lífeyrissjóðina á líka að þjóðnýta og breyta því kerfi algerlega. Lífeyrir á að vera greiddur úr ríkissjóði, fyrir skattfé en ekki uppsafnaða sjóði. Sparifé verður aldrei meira virði en það sem fæst fyrir það, m.ö.o. verður það alltaf hagkerfi samtímans sem stendur undir lífeyrisþegum. Höggvum burtu milliliðinn og kúplum hagsmuni vinnandi fólks frá fjármálamörkuðum.
Wednesday, August 19, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment