Undanfarnir dagar hafa verið einhverjir þeir svæsnustu í hernámssögu Ísraels í Palestínu. Þá er mikið sagt. Hefndirnar mörghundruðfaldar, níðingsskapurinn hryllilegur. Hvað á að þurfa mikið til, til að slíta stjórnmálasambandi við ríki sem viðhefur svona stefnu? Hvað er að marka delluhugmyndir íslenskra ráðamanna um "sérstakt samband" við Ísrael, þegar það sérstaka samband virðist aðallega virka í aðra áttina? Nei, ég er hræddur um að það verði að sniðganga Ísrael og slíta stjórnmálasambandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var annars grein eftir mig á Vantrú á dögunum, Ýkt mikil kirkjusókn heitir hún.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var líka grein eftir mig á Egginni á dögunum -- Virka mótmæli eða beinar aðgerðir? heitir hún.
Wednesday, December 31, 2008
Tuesday, December 30, 2008
Stöðvið blóðbaðið á Gaza: Útifundur í dag
Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza fer fram á Lækjartorgi, þriðjudaginn 30. desember kl. 16.00.
Kröfur dagsins eru:
Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
Ræðumenn verða:
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna (MFÍK)
Ögmundur Jónasson, alþingismaður
Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur
Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka.
Kröfur dagsins eru:
Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
Ræðumenn verða:
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna (MFÍK)
Ögmundur Jónasson, alþingismaður
Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur
Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka.
Monday, December 22, 2008
Andkristnihátíð var mjög vel heppnuð. Severed Crotch svíkja engan. Vantrú bjargaði meira en 30 manns úr klóm ríkiskirkjunnar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nokkrar ferskeytlur:
Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Segi ég: Út með íhaldið
einnig 'fylkinguna,
gera upp við auðvaldið
og alla spillinguna.
Flýr nú Tryggvi, finnst ei náð,
fram skal múgur ræstur.
Lýður vaknar, drýgir dáð:
Davíð, þú ert næstur!
Loks ein hringhenda:
Ég er blankur, einnig þú,
okið sankast stóra.
Út á plankann ég vil nú
ýta bankastjóra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nokkrar ferskeytlur:
Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Segi ég: Út með íhaldið
einnig 'fylkinguna,
gera upp við auðvaldið
og alla spillinguna.
Flýr nú Tryggvi, finnst ei náð,
fram skal múgur ræstur.
Lýður vaknar, drýgir dáð:
Davíð, þú ert næstur!
Loks ein hringhenda:
Ég er blankur, einnig þú,
okið sankast stóra.
Út á plankann ég vil nú
ýta bankastjóra.
Thursday, December 18, 2008
Ofbeldi og skrílslæti
Sumir eru meira á móti mótmælum gegn spillingu og fáveldi heldur en þeir eru á móti spillingunni og fáveldinu sem mótmælin beinast gegn.
Sumir kalla það skrílslæti þegar fólk hendir eggjum í grjótvegg, og ofbeldi þegar einhver kastar snjóbolta í Jón Ásgeir. Hvað á að kalla það þegar verður farið að kasta grjóti eða handsprengjum? Eru hagkerfi og mannorð landsmanna ekki nóg, þarf að gjaldfella tungumálið líka? Ef hægrimönnum verður að ósk sinni, ríkisstjórnin heldur velli og spillingin ríkir áfram, eiga þeir sjálfir eftir að þurfa að nota þessi orð áður en veturinn er úti, gegn þeim sem gefast upp á að biðja valdið kurteislega um miskunn.
Úlfur, úlfur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Löggan, með puttann á púlsinum: Fækka lögmönnum á efnahagsbrotadeild.
Sumir kalla það skrílslæti þegar fólk hendir eggjum í grjótvegg, og ofbeldi þegar einhver kastar snjóbolta í Jón Ásgeir. Hvað á að kalla það þegar verður farið að kasta grjóti eða handsprengjum? Eru hagkerfi og mannorð landsmanna ekki nóg, þarf að gjaldfella tungumálið líka? Ef hægrimönnum verður að ósk sinni, ríkisstjórnin heldur velli og spillingin ríkir áfram, eiga þeir sjálfir eftir að þurfa að nota þessi orð áður en veturinn er úti, gegn þeim sem gefast upp á að biðja valdið kurteislega um miskunn.
Úlfur, úlfur!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Löggan, með puttann á púlsinum: Fækka lögmönnum á efnahagsbrotadeild.
Wednesday, December 17, 2008
Mál dagsins
Á Egginni eru tvær góðar nýjar greinar:
"Leiðirnar tvær" eftir sjálfan mig, um valkostina sem Íslendingar eiga í stöðunni.
"Hvernig á að brjóta niður fjöldahreyfingar" eftir Jón Karl Stefánsson. Titillinn skýrir sig sjálfur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skilgreiningin á "friðsamlegum mótmælum" eru mótmæli sem er auðvelt að hundsa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eftir því sem ég les meira af Moggabloggi, þess meira þreytandi finnst mér vaðallinn á því, og tilgangslaust nöldur á lágu plani. Kemur ekki beint á óvart samt.
Vinsamlegast ekki misskilja þessi orð sem alhæfingu!
En það er svosem lítið hægt að gera í því þótt bjánar fái internetaðgang. Það eru nú einu sinni mannréttindi að vera bjáni, er það ekki? Sá sem ætlaði sér að leiðrétta allt sem er rangt á internetinu mundi varla gera margt fleira þann daginn. Auk þess er tuð ekki eins og rökræða. Það eru ekki bestu rökin sem vinna, heldur mesta þrjóskan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Menn tala um að allt muni fara á annan endann í febrúar þegar ástandið versni til muna. Það er örugglega rétt. Ég held samt að sú umræða sé ein af ástæðunum fyrir því hvað mætingin á laugardagsmótmælin hefur minnkað. Annir jólanna og skortur á sýnilegum árangri spila þar inn í, og þetta líka, held ég. Er þetta "self fulfilling prophecy"?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér bregður fyrir bæði í Fréttablaðinu og Mogganum í dag.
Þetta ástand og viðbrögðin við því eru enginn leikur og ekkert grín, heldur alvarlegt mál.
"Leiðirnar tvær" eftir sjálfan mig, um valkostina sem Íslendingar eiga í stöðunni.
"Hvernig á að brjóta niður fjöldahreyfingar" eftir Jón Karl Stefánsson. Titillinn skýrir sig sjálfur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skilgreiningin á "friðsamlegum mótmælum" eru mótmæli sem er auðvelt að hundsa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eftir því sem ég les meira af Moggabloggi, þess meira þreytandi finnst mér vaðallinn á því, og tilgangslaust nöldur á lágu plani. Kemur ekki beint á óvart samt.
Vinsamlegast ekki misskilja þessi orð sem alhæfingu!
En það er svosem lítið hægt að gera í því þótt bjánar fái internetaðgang. Það eru nú einu sinni mannréttindi að vera bjáni, er það ekki? Sá sem ætlaði sér að leiðrétta allt sem er rangt á internetinu mundi varla gera margt fleira þann daginn. Auk þess er tuð ekki eins og rökræða. Það eru ekki bestu rökin sem vinna, heldur mesta þrjóskan.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Menn tala um að allt muni fara á annan endann í febrúar þegar ástandið versni til muna. Það er örugglega rétt. Ég held samt að sú umræða sé ein af ástæðunum fyrir því hvað mætingin á laugardagsmótmælin hefur minnkað. Annir jólanna og skortur á sýnilegum árangri spila þar inn í, og þetta líka, held ég. Er þetta "self fulfilling prophecy"?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér bregður fyrir bæði í Fréttablaðinu og Mogganum í dag.
Þetta ástand og viðbrögðin við því eru enginn leikur og ekkert grín, heldur alvarlegt mál.
Monday, December 8, 2008
Fimm ára afmæli

Þann dag bloggaði ég þetta:
mánudagur, desember 08, 2003
Af stækum viðbjóði á meðferð sumra dýra er ég hættur að éta kjúklinga og svínakjöt nema ég hafi ástæðu til að ætla að viðkomandi skepna hafi sprottið úr grasi við viðunandi aðstæður.
Ég veit að það er ekki allt í lagi í nautgripaeldi og meira að segja sauðfjárbúskap. Ég veit líka að loðdýr hafa það skítt í búrum. Ég held samt að svín og kjúklingar hafi það verst. Þar kreppir skórinn mest. Ég get ekki sagt að ég sakni þess að éta þau. Að vísu þætti mér ekki leiðinlegt að geta keypt beikon af "free range" svínum -- og reyndar líka "flæskesvær" -- en það er nú ekkert stórmál á móti því að éta með aðeins betri samvisku en áður.
Friday, December 5, 2008
Byltingu undan oki sérhagsmuna
Grein dagsins á Egginni er eftir sjálfan mig: Efnahagsleg kremja: Hvað skal taka til bragðs?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef við viljum losna undan oki innlendra sérhagsmuna, hvor leiðin er þá betri til þess:
Missum við fullveldið?
Í sannleika sagt, þá er fullveldið ofmetið. Íslendingar sem slíkir ráða minnstu í þessu landi. Þeir sem mestu ráða eru íslenska auðvaldið. Það er logið að okkur þegar okkur er sagt að við séum ein heild, að við sem þjóð stöndum saman í hagsmunabaráttunni. Það er ekki satt: Við erum stéttskipt. Stéttabaráttan hefur aldrei hætt, hún hefur bara verið á einn veginn undanfarna 2-3 áratugi.
Það er ekki lýðurinn sem ræður í þessu "lýðræði", það er yfirstéttin. Þannig hefur það verið frá landnámi og þannig mun það verða þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.
Það er valdastéttin sem fer með fullveldið, ekki almenningur.Það er valdastéttin sem stjórnar því hvort við göngum í Evrópusambandið, ekki almenningur.
Þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef við viljum losna undan oki innlendra sérhagsmuna, hvor leiðin er þá betri til þess:
- að undirgangast ok erlendra sérhagsmuna sem eru sterkari en þeir íslensku?
- að steypa innlendu sérhagsmununum og láta almannahagsmuni ríkja hérna?
Missum við fullveldið?
Í sannleika sagt, þá er fullveldið ofmetið. Íslendingar sem slíkir ráða minnstu í þessu landi. Þeir sem mestu ráða eru íslenska auðvaldið. Það er logið að okkur þegar okkur er sagt að við séum ein heild, að við sem þjóð stöndum saman í hagsmunabaráttunni. Það er ekki satt: Við erum stéttskipt. Stéttabaráttan hefur aldrei hætt, hún hefur bara verið á einn veginn undanfarna 2-3 áratugi.
Það er ekki lýðurinn sem ræður í þessu "lýðræði", það er yfirstéttin. Þannig hefur það verið frá landnámi og þannig mun það verða þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.
Það er valdastéttin sem fer með fullveldið, ekki almenningur.Það er valdastéttin sem stjórnar því hvort við göngum í Evrópusambandið, ekki almenningur.
Þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.
Monday, December 1, 2008
Það birtist grein eftir mig á Vantrú í gær: Það eru erfiðir tímar.
Gleðilegt 90 ára afmæli fullveldisins. Ætli árin verði mikið fleiri?
Í dag er Vargastefna við Stjórnarráðið kl. 13:30, trukkaganga frá Hlemmi á Lækjartorg kl. 14:00 og Þjóðfundur á Arnarhóli kl. 15:00. Klæðið ykkur eftir veðri og mætið með kreppta hnefa og slagorð á vörum. Það er mál manna að Davíð Oddsson verði borinn út úr virkinu sínu. Sjáum nú hvernig til tekst með það.
Gleðilegt 90 ára afmæli fullveldisins. Ætli árin verði mikið fleiri?
Í dag er Vargastefna við Stjórnarráðið kl. 13:30, trukkaganga frá Hlemmi á Lækjartorg kl. 14:00 og Þjóðfundur á Arnarhóli kl. 15:00. Klæðið ykkur eftir veðri og mætið með kreppta hnefa og slagorð á vörum. Það er mál manna að Davíð Oddsson verði borinn út úr virkinu sínu. Sjáum nú hvernig til tekst með það.
Subscribe to:
Posts (Atom)