Wednesday, April 30, 2008

Hjúkrunarfræðingar vinna sigur!

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar draga uppsagnir sínar til baka og Landspítalinn dregur nýja vaktafyrirkomulagið til baka, segir Moggi. Þrennt vil ég segja um það, í fyrsta lagi: Til hamingju, hjúkrunarfræðingar, með þennan sigur! Í öðru lagi: Takk, hjúkrunarfræðingar, fyrir að gefast ekki upp og vera okkur hinum gott fordæmi. Í þriðja lagi: Lærið af þessu, þið vinnandi fólk, og gleymið því ekki að samstaða og þrautseigja eru það sem við þörfnumst ef við viljum geta borið höfuðið hátt!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Að því sögðu vil ég bæta því við að ekkert virðist þokast í samningaviðræðum SFR og ríkisins. Ríkið gerði SFR það bjánalega tilboð að gera samninga svipaða samningum ASÍ, sem voru gerðir við gerólíkar aðstæður í febrúar, og það til þriggja ára. Því verður tæpast tekið. Samningur til eins árs er það sem meira vit er í.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég má líka til með að benda á alveg hreint stórglæsilega grein Kára Magnússonar á Egginni: Fall bandaríska heimsveldisins.

No comments:

Post a Comment