Friday, April 11, 2008

Kominn aftur

Í Mogganum í dag er talað um að stjórnvöld í Kína séu grunuð um að reyna að "réttlæta harðari aðgerðir gegn andófsfólki með því að bera við hryðjuverkaógn". Finnst einhverjum þetta hljóma kunnuglega, ef maður skiptir "Kína" út fyrir "Bandaríkin", "Bretland", "Þýskaland" eða jafnvel "Ísland"?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef verið erlendis og ekki getað fylgst náið með umræðunni hér heima um málefni líðandi stundar. En mér er spurn, hefur engum dottið í hug að skammta bensín? Leyfa þeim sem þurfa í alvörunni að nota mikið af því, til dæmis vörubílstjórum, að kaupa það sem þeir þurfa á viðráðanlegu verði, en takmarka aðgengi hinna sem bruðla eins og það sé enginn morgundagur. Ég keyrði Miklubraut í gær. Orðið "einkabíll" er réttnefni; það var varla sá bíll sem tveir eða fleiri sátu í. Svifryk og mengun eru eitt -- en þverrandi olíulindir annað. Við höfum ekki efni á að bruðla svona með bensín. Það á eftir að koma okkur alvarlega í koll. Fyrr en varir. Úff, hvað það verður sárt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það var ritdómur eftir mig á Egginni á föstudaginn: Hljóð herkvaðning og grein á Vantrú á mánudaginn: Sviðsett trúarbragðastríð.

No comments:

Post a Comment