Saturday, December 15, 2007

Illugi, gefðu þig fram!

Í leiðara Morgunblaðsins í fyrradag skrifaði leiðarahöfundur (Styrmir, vænti ég):
Hér skal dregið í efa að íslenzkur þegn hafi nokkru sinni fengið aðra eins
meðferð og Erla Ósk lýsir, m.a. í Morgunblaðinu í dag, hjá ríkjum kommúnismans
eða fasismans eða nokkru einræðis- og kúgunarríki í veröldinni.
Aldrei nokkru sinni? Jæja, aldrei að segja aldrei. Fyrir rúmum tveim árum hlaut Arna Ösp Magnúsardóttir sambærilega meðferð þegar hún kom til Ísraels. Henni var haldið í um 30 klukkutíma og síðan snúið öfugri úr landi eftir ógnanir og illa meðferð. Hvað hafði aðstoðarmaður forsætisráðherra, Illugi Gunnarsson, um málið að segja? Jú: »Ísraelar hafa nú rétt til að verja sig,« sagði hann. Það var og! Hvar er Illugi núna, að segja að Bandaríkjamenn hafi nú rétt til að verja sig? Illugi, gefðu þig fram!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í gær birti Fréttablaðið grein eftir mig: Trúleysingjar eru líka fólk heitir hún, og mun líklega birtast á Vantrú innan skamms. Kannski að það sé bara tilviljun, en vegna veðurs var einmitt þetta tölublað Fréttablaðsins ekki borið út í hús. Var guð að leggja stein í götu mína?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er búið að laga dálkaskiptinuna á Egginni, svo síðan er aðeins þægilegri í meðförum núna. Þar skrifaði Þórarinn Hjartarson einmitt í gær: 11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“ og Hrafn Malmquist á miðvikudaginn: Hver eru leikföng? Hvað er bara fyrir krakka? -- lesið þetta og hafið gagn og gaman af.

No comments:

Post a Comment