Tuesday, January 11, 2022

Þrá eftir einsleitu samfélagi?

Ég sá um daginn barna-jólamynd sem sýnist gerast í evrópsku þorpi í gamla daga, kannski 19. öld. Þar var a.m.k. eitt barnið svart. Væntanlega til að láta evrópskum börnum í nútímanum, sem eru að einhverju leyti ættuð frá öðrum heimsálfum, ekki finnast þetta vera mynd um eintóm hvít börn. Þótt leitun hafi verið að því norður-evrópska þorpi á 19. öld, þar sem ekki öll börnin voru hvít. Og vel að merkja: svörtu fólki hefði trúlega verið mætt með rasisma.

Auðvitað lítir það illa út í nútímanum að setja upp nostalgískt sjónvarpsefni um þjóðfélag þar sem eru engir innflytjendur frá öðrum heimsálfum. Þótt það hafi reyndar verið þannig. Í meginatriðum.

En hvernig hljómar þá að himnaríki kristinna manna sé ekki með neinum gyðingum? Og engum múslimum, engum trúleysingjum, engum heiðingjum? Er allt í lagi að boða þannig hugmynd um himnaríki?

No comments:

Post a Comment