Tuesday, January 18, 2022

Óþolandi troðningur í Keflavík

Ég för til London í nóvember. Við heimkomu lentum við í svakalegri örtröð á Keflavíkurflugvelli. Ég þurfti meðal annars að beita miklum þjósti til að ekki væri ruðst fram fyrir okkur í fáránlegri biðröð.

Athugið þetta: Biðröð sem hlykkjast um allan komusalinn mep farangursfæriböndunum. Um allan salinn. Og komufarþegar þurfa að troða sér í gegn um biðröðina til að nálgast töskurnar sínar. Troða sér í gegn fjórum sinnum, og svo fjórum sinnum til baka. Eða troðast bara inn í röðina.

Ath.: Það var ekkert þessu líkt á Heathrow-flugvelli. 

Mér var mjög misboðið. Einhver ber ábyrgð á þessu skipulagsleysi. Og var búinn að hafa tuttugu mánuði til að leysa það og var ekki enn búinn að því.

Og þetta virðist standa enn!

No comments:

Post a Comment