Tuesday, July 20, 2021

Aldur og kyn í pólitík

Tilraun Miðflokksins til að breyta ásýnd sinni er óvenju skýrt dæmi um staðreynd sem mörgum yfirsést:

Pólitíkin skiptir meira máli en aldur og typpafjöldi.

Furðulegt hvað margir skilja ekki þetta einfalda aðalatriði. Vond pólitík batnar ekki við það að ung kona tali fyrir henni og það eru ekki rök gegn góðri pólitík (og með vondri), að miðaldra karl sé talsmaður. Það missir einfaldlega marks. Og gagnrýni á þessu plani missir almennt marks.

Áður en fólk á þessu plani  fer að misskilja mig viljandi vil ég taka fram að auðvitað eiga fleiri erindi í pólitík en miðaldra karlar, og aldur og kyn (og fleira) skipta auðvitað máli, en þegar þau ryðja öllu öðru frá sér er fókusinn farinn af því sem skiptir máli. Kannski er það stundum tilgangurinn, hvað veit ég?

No comments:

Post a Comment