Thursday, September 7, 2017

Ég er byrjaður á Facebook

Ég ákvað sl. föstudag loksins að láta undan tímans þunga straumi, og skrá mig á Facebook. Þar hafði ég aldrei verið skráður áður. Aðalástæðan fyrir því að ég skráði mig ekki fyrr en að ég veit vel hvílíkur tímaþjófur þetta er. Ég hef líka gefið því gaum að á þessum tæpu 6 sólarhringum sem liðnir eru, hef ég lítið lesið af bókum, lítið skrifað í vasabókina mína, en ... já: eytt miklum tíma í FB.

2 comments:

  1. Geturðu ekki skrifað athugasemdir sem annars færu í bókina á Facebook?

    ReplyDelete
  2. Það kemur nú fyrir. Eftir að ég byrjaði á FB hef ég bæði skrifað minna í vasabókina en áður og lesið minna af venjulegum bókum.

    ReplyDelete