Wednesday, February 8, 2017

Í „lýðræðislegum" kosningum?

Óli Björn Kárason, Halldór Jónsson o.fl. hafa undanfarið mótmælt því að talað sé um Donald Trump sem fasista. Bæði vegna þess að fasismi eigi sér ekki stað í raunveruleikanum, og vegna þess að Trump hafi verið kosinn í lýðræðislegum kosningum, en það eru fasistar víst ekki skv. þessum herramönnum.
Það er svo margt vitlaust við þetta tal að það mætti skrifa heilu ritgerðirnar um það. Ég ætla samt ekki að gera það. Læt þetta nægja:
Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru ekki lýðræðislegar. Það vita allir sem kæra sig um að vita það. Það eru margar brotalamir, nægir að nefna kjörmannakerfið sem skekkir vægi atkvæða verulega, skort á þjóðskrá sem þýðir að fólk þarf að skrá sig fyrirfram á kjörskrá, að fátæku fólki er gert erfitt um vik að kjósa m.a. með því að hafa kjörklefa of fáa þannig að fólk þarf að bíða tímunum saman í biðröð.
Þá eru ótalið beint kosningasvindl.
Menn sem láta eins og þeir viti þetta ekki eru annað hvort illa upplýstir eða skilja ekki hvað orðið „lýðræði" þýðir eða er sama vegna þess að þeir eru í einhverjum annarlegum erindum.

1 comment:

  1. Viltu selja nýru þína? eða Ert þú að leita að tækifæri til að selja nýru fyrir peninga vegna fjárhagsbrests og þú veist ekki hvað þú átt að gera, hafðu þá samband við okkur í dag og við munum bjóða þér góða upphæð fyrir nýru þína. Ég heiti (læknir Elvis Whyte) er með fræðingafræðingur á sjúkrahúsinu okkar og ég sérhæfði mig í nýrnastarfsemi og við glímum líka við að kaupa og ígræðslu nýrna með framfærslu samsvarandi gjafa. Hafðu samband við tölvupóst: doctorelviswhyte@gmail.com eða whatsapp okkur +2347083629144 fyrir frekari upplýsingar

    ReplyDelete