Monday, December 29, 2014

Ráð við "hættulegu grjótkasti"

Ísraelskir hermenn munu hafa drepið ungan Palestínumann sem kastaði grjóti í brynvarinn bíl. Já, í brynvarinn bíl. Þetta heitir morð á íslensku. Ekki það, að ég skil vel að Ísraelarnir vilji ekki verða fyrir grjótkasti. Og það er líka einfalt að komast hjá því: drullið ykkur burt með hernámið og þann yfirgang, ofbeldi, morð, skemmdarverk og ótal aðra glæpi sem því fylgja.

Grjót er ekki máttugt vopn gegn skriðdrekum eða brynbílum. En það er yfirlýsing. Yfirlýsing um að maður sé ekki bugaður og neiti að gefast upp. Það er náttúrlega það sem zíonistarnir þola ekki. Þeim finnst eini eini góði indjáninn vera dauði indjáninn. Svo má kannski líka þola þá sem eru flúnir nógu langt í burtu. Út fyrir svæðið milli Efrat og Nílar, sem guð gaf þeim fyrir 3000 eða 4000 árum, samkvæmt bók sem þeir skrifuðu sjálfir.

No comments:

Post a Comment