Monday, December 31, 2012

Gamli sáttmáli 750 ára

Það rann upp fyrir mér nýlega að á árinu sem er við það að klárast, væru liðin 750 ár frá því Gamli sáttmáli var gerður. Það er kannski orðið of seint að halda upp á afmælið úr því sem komið er, en hefði varla verið óeðlilegt í sjáfu sér. Gamli sáttmáli var eins konar ESB-aðild síns tíma. Íslenska höfðingjastéttin var að rífa landið á hol í innbyrðis erjum og menn sættust að lokum á að beygja sig undir erlent yfirvald til að fara með æðstu málefni landsins, og Noregskonungur var þá nærtækastur.

Mér finnst næg líkindi með Sturlungaöld og Gamla sáttmála, og seinustu árum lýðveldistímans og ESB-aðild, til þess að mér þætti eðlilegt að ESB-sinnar héldu upp á þetta stórafmæli með pompi og prakt.

Og í leiðinni getur samningur um ESB-aðild Íslands heitið: Nýi sáttmáli.

3 comments:

  1. Undanfarin tæp fjögur ár hafa verið sem sturlungaöld hér á landi. Ríkisstjórnin hefur vegið á báðar hendur og ætlar að koma þjóðinni með illu eða góðu inn í Evrópusambandið. Um þá tilraun hefur aldrei og verður aldrei neinn sáttmáli.

    ReplyDelete
  2. ég vildi óska þess heitt að hér væri en sturlungaöld þá væri jóhanna og skattgrímur á leiðinni á stokkinn ef þau væru ekki laungu farinn á hann

    ReplyDelete
  3. Á höggstokk? Ertu eitthvað ruglaður?

    ReplyDelete