Wednesday, November 14, 2007

Tilbúin undir lýðræði?

Mér finnst skondið að þegar Pervez Musharraf, Alaksander Lukashenko og fleiri af þeirra sauðarhúsi segja þjóðir sínar ekki vera tilbúnar fyrir lýðræði, að þá skuli menn fussa.
Þeir eru bara að segja sannleikann. Hvers vegna að fussa yfir sannleikanum?
Ef þjóðir þeirra væru tilbúnar fyrir lýðræði, þá væru þær búnar að sækja sér það, með góðu eða illu. Þegar þjóð verður tilbúin fyrir lýðræði, þá steypir hún viðkomandi einræðisherra og kemur því á.
Það verður sjaldan lýðræði án þess að bylting eða uppreisn spili inn í.
Það vekur aftur spurningar um lýðræði t.d. hér á Íslandi.

No comments:

Post a Comment