Wednesday, November 7, 2007

Til hamingju með daginn!

Í dag eru 90 ár frá rússnesku byltingunni, merkilegasta atburði tuttugustu aldar!

Í tilefni dagsins stendur Byltingarráðið fyrir fundi í Friðarhúsi (Njálsgötu 87) klukkan 20:00. Rætt verður um sögu byltingarinnar, ávinninga og vandamál, og um horfur í byltingarmálum í dag og eru allir velkomnir.

Það mun birtast grein eftir mig á Egginni á eftir (þ.e.a.s. í fyrramálið; ég skrifa þetta um hánótt). Ef einhver getur ekki beðið, þá vil ég benda á aðra grein eftir sjálfan mig sem þar birtist í fyrradag, 5. nóvember: Gleymum aldrei fimmta nóvember. Umfjöllunarefni hennar er auðvitað Guy Fawkes og sú ólíkindaatburðarás sem hann var frægasti þátttakandinn í fyrir 402 árum síðan. (Þess má geta að ég ætlaði mér alltaf að skrifa grein um þetta efni og senda Lesbók Morgunblaðsins á 400 ára afmælinu fyrir tveim árum, en hvað um það...)

Það er nóg að gera við að ritstýra Frjálsri Palestínu, en verkið sækist vel ef einhver vill vita það.

No comments:

Post a Comment