Monday, August 21, 2006

Júgóslavía í kvöld + Sómalía

Í kvöld verður spjall um fyrrum Júgóslavíu í Snarrót, Laugavegi 21. Það hefst klukkan 20:00. Jón Karl Stefánsson og ég erum nýkomnir frá Serbíu og munum segja frá því sem fyrir augu bar. Umræður eins lengi og fólk nennir. Það kemur í ljós hvort þetta fer fram á íslensku eða ensku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvað er málið þessu tali um "uppreisnarmenn"? Íslömsku dómstólarnir í Mogadishu eru engir uppreisnarmenn. Í uppreisn gegn hverjum ættu þeir svosem að vera? "Bráðabirgðastjórnin" er ekki meira átorítet í Sómalíu en hver annar aðili -- ættbálkar, stríðsherrar -- í landinu sem hefur logað stafna á milli og verið án ríkisstjórnar í hálfan annan áratug. Ég sé ekki að íslömsku dómstólarnir séu heldur mikið verri en hinir. Ef þeir gætu komið á stöðugleika þá væri a.m.k. til nokkurs að vinna. Jafnvel sharía-lög væru tæpast verri en löglaus skálmöldin sem nú tröllríður Sómölum.

No comments:

Post a Comment