Sunday, August 20, 2006

Ég gerði ekki mikið í tilefni af Menningarnótt, frekar en endranær, enda er ég á næturvöktum þessa dagana. Leit samt í Friðarhúsið og fylgdist með Sögum af mótmælavaktinni. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í tengslum við lögregluofbeldið á Austurlandi. Ekki veit ég hvort lögreglan er svona óskipulögð og ruddaleg vegna þess að þar á bæ sé illa stjórnað, að menn séu svona heimskir eða að þeir hafi gaman af að beita aðra ofbeldi, eða jafnvel hvort skýringin sé sú að einhverjir séu að smyrja lófana á einhverjum. Í öllu falli sé ég ekki að þetta verði liðið til lengdar. Þegar þjónar valdsins haga sér svona, þá afhjúpa þeir það sem undir býr.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég var að sjá heimasíðu Dofra Hermannssonar í fyrsta sinn. Þar skrifar hann ýmislegt vitrænt. Ég mæli með því að fólk lesi fjórar nýjustu greinarnar þar: Keflaðir vísindamenn, Kárahnjúkavirkjun - hvað er það sem fólk má ekki vita?, Fastir liðir eins og venjulega og Guð láti gott á vita.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér getur að líta George Galloway flengja vestræna fjölmiðla fyrir pró-Ísraels bæas og verja rétt Líbana til sjálfsvarnar. Lítið á þetta.

No comments:

Post a Comment