Tuesday, November 30, 2021

Verðfall í fordæmalausri eftirspurn

Fyrir nokkrum árum kom frétt eitt haustið um það vandamál að hér á landi væri til allt of mikið af lambakjöti. Ekkert hagkerfi annað en kapítalismi gæti kallað það vandamál. Og sama haust kom frétt um skort á lambakjöti. Sama haust!

Svona burtséð frá covid, þá hefur túrismi vaxið fordæmalaust undanfarin ár. Annar hver ferðamaður flýgur heim í lopapeysu. Og á sama tíma fellur verð á íslenskri ull svo, að margir bændur vildu helst vera lausir við að rýja!

Hvers konar rugl-hagkerfi er þetta eiginlega??

No comments:

Post a Comment