Tuesday, March 16, 2021

Stúlkan í rauða kjólnum

Það var á ofanverðum tíunda áratugnum, ég var á menntaskólaaldri, það var kvöld og ég var úti í garði heima hjá mér. Úr átt frá Ásvallagötu heyrðist glaumur, eins og þar væri samkvæmi í gangi. Þá kom gangandi lítill hópur af fólki í sparifötum og spurði hvort ég hefði séð stelpu. Stelpu? hváði ég. Já, við erum að leita að henni, sögðu þau, hún er ljóshærð, í rauðum kjól og líklega með svarta tösku og hún ráfaði eitthvað frá partíinu. Nei, sagði ég, ég hef því miður ekki séð hana. Og þau héldu áfram og hurfu fyrir horn.

Nokkrum mínútum síðar kom annar lítill hópur í sparifötum gangandi. Þau spurðu: Heyrðu, hefður séð ljóshærða... Ég botnaði: ...stelpu? Þau: Já. Ég: Í rauðum kjól? Þau: Já, einmitt! Ég: Hélt hún á svartri handtösku? Þau: Já! Hefurðu séð hana? Ég: Nei, því miður hef ég ekki séð hana...

No comments:

Post a Comment