Tuesday, January 12, 2021

Við áttum kött sem var læs

Einar bróðir átti kött sem hét Pamína. Hún var afburðaflottur köttur, greind, hugrökk og hraust. Við gáfum

Mynd úr einkasafni

köttunum auðvitað alltaf jólagjafir svo að þeir gætu fagnað fæðingu jólasveinanna með okkur.

Einu sinni tók ég harðfisk og pakkaði þannig inn, að köttur gæti opnað pakkann með hæfilega miklum erfiðismunum, og skrifaði Pamína á miðann. Á aðfangadag fór pakkinn undir jólatréð eins og vera ber, en þegar við vorum búin að borða hafði Pamína ekki haft biðlund. Hún hafði farið beint í pakkann sem var merktur henni og var búin að opna hann.

Ég hef aldrei, fyrr eða síðar, vitað kött geta lesið nafnið sitt. Sannarlega mögnuð skepna.

No comments:

Post a Comment