Friday, January 6, 2017

Þingreynsla og typpi

Af forsíðu Fréttablaðsins í dag (sjá frétt):
Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu.

Benedikt Jóhannesson hefur ekki þingreynslu. Það hefur Þorsteinn Víglundsson heldur ekki. Það er ekki spurt um það. En kannski skiptir það ekki máli. Hver þarf þingreynslu þegar hann hefur typpi?

No comments:

Post a Comment