Monday, April 6, 2015

Kvikmyndin "Nói"

Ég sat frameftir í gærkvöldi og horfði á stórslysa-hryllingsmyndina "Nóa". Hún er gerð eftir þjóðsögu um sálsjúkan, megalómanískan harðstjóra sem ákveður að eyða mannkyninu. Ég hef heyrt að hún hafi fengið frekar lélega dóma -- og hef svo sem ekki miklu við það að bæta. Nema því að uppáhalds hlutanum mínum var sleppt, þegar Nói kemur út úr örkinni. Í fyrstu Mósebók, 8:20, stendur:
Þá reisti Nói Drottni altari, tók af öllum hreinum dýrum og af öllum hreinum fuglum og færði brennifórn á altarinu.
(Heimild: Biblian.is)

No comments:

Post a Comment