Wednesday, October 30, 2013

Katrín Jakobsdóttir á fundi Alþýðufylkingarinnar

Alþýðufylkingin boðar til opins fundar um framtíðarsýn vinstrimanna miðvikudaginn 30. október kl. 20 í MÍR-salnum Hverfisgötu 105.
Framsögu hafa Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar.
Hvaða samfélagsbreytingar á vinstra fólk að setja á dagskrá?
Hvernig getur vinstra fókk sett varanlegt mark á samfélagið?
Hver eru sóknarfæri vinstra fólks á Íslandi í dag?
Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem ætla má að beri a góma á fundinum.
Eftir framsöguræður verða almennar umræður en fundinum lýkur kl. 22.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.

No comments:

Post a Comment