Hinn nýfæddi sonur okkar Rósu fékk nafn á Þingvöllum á fimmtudaginn var, við blót Ásatrúarfélagsins. Hann heitir Bragi Bergþór Viðar Vésteinsson og er hinn vænsti.
Í dag birtast á Egginni Ræður tvær af flokksráðsfundi VG, eftir sjálfan mig. Lesið þær.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þið sem óttist krabbamein af völdum farsíma, andið rólega. Geislavarnir ríkisins greina frá: Venjuleg farsímanotkun eykur ekki líkur á heilaæxlum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Utanríkisráðuneytið greinir frá: Tveir friðargæsluliðar til Kabúl. Nú? Er Ísland ennþá að hjálpa til við hernám Bandaríkjanna?
Tuesday, June 29, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment