Wednesday, January 18, 2006

Friðrik Sophusson er rökvillingur

Eftir sigur umhverfisverndarsinna í gær leit ég á heimasíðu Landsvirkjunar til að gá hvort þar væri einhver viðbrögð að sjá. Á forsíðunni eru fróðleiksmolar. Fróðleiksmolinn sem var uppi þegar ég kíkti bar titilinn „Hverjir eru ókostir jarðvarmavirkjana?“. Rétt er að taka fram að það er fullt af öðrum fróðleiksmolum, en var þetta merkileg tilviljun eða bara ósköp venjuleg, ómerkileg tilviljun?
Friðrik Sophusson finnst mér annast vera ómálefnalegur og sjálfum sér líkur þegar hann grípur til ódýrrar Circumstantial Ad Hominem-rökvillu. Hans rökvilla er að fyrst Reykjavík eigi jarðvarmavirkjun, þá hljóti það að vera skýringin á andstöðu borgarstjórnar við vatnsaflsvirkjun í Norðlingaöldu.
Friðrik Sophusson, þú ert rökvillingur!
=== === === ===
Derbez, utanríkisráðherra Mexíkó, gagnrýnir það harðlega að Evo Morales hafi boðið Zapatistum frá Chiapas til athafnarinnar þegar hann tekur við forsetaembættinu.
=== === === ===
Næringu er þvingað ofan í Guantanamo-fanga í hungurverkfalli. Óhugnaðurinn í Guantanamo virðist engan endi ætla að taka.
=== === === ===
Gullverð hefur hækkað um eina 70 dollara únsan frá því fyrir jól. Það hækkar ekki að ástæðulausu.
=== === === ===
Bandaríkjastjórn vísar á bug ásökunum Hugo Chavez um að þeir séu að plotta gegn Evo Morales. Segir það sig ekki sjálft að Chavez hefur rétt fyrir sér? Hvað segir reynslan okkur til dæmis um algeng afdrif vinstriróttækra stjórnmálamanna sem ná kjöri í Suður-Ameríku? Hefur Bandaríkjastjórn einhvern tímann plottað eitthvað gegn slíkum mönnum? Morales telur sjálfur -- skiljanlega -- að eitthvað sé verið að plotta, en réttir sáttahönd og segist vera fús til fyrirgefningar og viðræðna.
=== === === ===
Greinin „The Zapatistas’ New Direction: Institution Building and Other Campaigns“ eftir Chris Arsenault er athyglisverð.

No comments:

Post a Comment