Thursday, June 2, 2005

Vésteinn Valgarðsson: Fyrstur með fréttirnar?


RÚV.is birti fréttina af byltingarástandinu í Bólivíu klukkan 12:49 í dag. Þegar þetta er skrifað hefur Mbl.is enn ekki birt frétt af þessu og Vísir ekki heldur. Ég hlýt því að álykta að þetta blogg mitt frá því í nótt sé fyrsta íslenska fréttin af því, a.m.k. á netinu. Merkilegt. Ég vil að vísu geta þess, í heiðarleika skyni, að ég fékk senda ábendingu um þetta í rafpósti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Súpergrein eftir Óla Gneista í Morgunblaðinu í dag, s. 40. Einnig er hægt að sjá hana á Vantrú.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Norður-Kóreustjórn kallar Dick Cheney "blóðþyrst villidýr" ... ég get tekið heils hugar undir það með þeim!

No comments:

Post a Comment