Thursday, December 2, 2004

Hrökk upp með andfælum



Þegar ég var svona 13 eða 14 ára var ég að festa svefn einu sinni sem oftar. Mig var að byrja að dreyma: Fyrir framan mig stóð Bart Simpson í hnefaleikastellingu. Annar hnefinn á honum flaug í andlitið á mér. Ég hrökk upp með andfælum. Hafði Bart verið að gefa mér einn gúmorin?

Í gærkvöldi gerðist svo svipað. Ég var a festa svefn - einu sinni sem oftar - og var að byrja að dreyma. Mér fannst sem ég væri að flýta mér niður hringstiga, á harðaspani. Fór hraðar og hraðar og ... allt í einu missti ég fótanna og flaug niður með andlitið á undan. Ég hrökk upp. Andlitið á mér var sem betur fer í heilu lagi.

No comments:

Post a Comment