Skráning í DíaMat

Langeinfaldasta leiðin til að skrá sig í DíaMat er að fara á Ísland.is, skrá sig þar inn með kennitölu og íslykli, fara í "trúfélagsskráningu" og velja þar af lista: "Díamat". Það þarf ekki að taka meira en mínútu og þá eruð þið skráð hjá Þjóðskrá í flottasta lífsskoðunarfélagið.

EF þið eruð ekki svo tæknivædd að leggja í þetta getið þið líka:

* Farið í Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21a, gefið ykkur fram í afgreiðslunni og sýnt skilríki og breytt þar á staðnum skráningu ykkar í trúfélag eða lífsskoðunarfélag. Segið að þið viljið ganga í DíaMat.

* Ef þið komist ekki í Þjóðskrá, prentið þá þetta blað, fyllið út allar upplýsingar sem beðið er um og sendið í pósti á: Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík, Ísland.

No comments:

Post a Comment