Thursday, December 23, 2004

Var að taka þátt í könnun á viðhorfum til jafnréttismála. Ágæt könnun þar á ferð. Ég skil samt ekki hvers vegna nálgunin á jafnrétti kynja eða annarra þjóðfélagshópa hefur svona mikla tilhneigingu til að vera borgaraleg, reaktíf og, tja, einhvern veginn vandræðaleg eða eitthvað. Ég vil taka fram að nú er ég ekki að tala um þessa tilteknu könnun, umfram aðrar. En t.d. með umræðuna um jafnrétti og hvernig sú umræða hefur áhrif á brautargengi kvenna. Nú býst ég við að hún geri það að einhverju leyti, en hvað ætli ráði mestu um stöðu kvenna í efnahagslífinu? Ég leyfi mér að fullyrða að það er það sama og ræður flestu öðru í efnahagslífinu: Eignarhald. Konum vegnar verr í efnahagskerfinu vegna þess að þær eiga miklu minni eignir en karlar. Svo einfalt er það. Já, það eru fleiri breytur. Auðvitað. Þetta er samt breytan sem ræður úrslitum. Jafnrétti kynjanna í reynd kemst þá og því aðeins á, að eignarhald þeirra í efnahagskerfinu verði jafnt.



Ein leið til þess, kannski sú einfaldasta og skilvirkasta, auk þess sem hún þjónaði fleiri hópum sem eiga undir högg að sækja (=næstum því öllum), væri sósíalisminn. Obbobobb, hvað, er ég að tala um gúlag og stalínískar hreinsanir? Nei, auðvitað ekki. Ég er að tala um að einkaeignarhald á tækjum efnahagskerfisins, tækjunum sem þjóðfélagið framleiðir lífsviðurværi sitt með, heyri sögunni til, og í stað þess að framleiðslan þjóni fámennri forréttindastétt (les: hvítir karlar) og gróðafíkn hennar, þá miðist hún við þarfir alla almennings.



Þessi sterka borgaralega tilhneiging, til að vilja leysa öll vandamál innan ramma auðvaldsins og borgaralegra þjóðfélagshátta, þýðir að þótt eitt vandamál leysist, þá eru hin eftir óleyst.

Það, að konur sem heild eigi minna og ráði minna en karlar sem heild, þýðir að þær eru undirstétt. sama má segja um aðra hópa sem eiga undir högg að sækja, t.d. innflytjendur. Undirstétt. Undirstéttunum vegnar best ef þær halda saman gegn sameiginlegum andstæðingi, yfirstéttinni. Með því að undirstéttir standi ekki saman, er yfirstéttinni ekki ógnað og oftast er henni í sjálfs vald sett hvort hún verður við kröfunum. Samstaða undirstéttanna væri hins vegar svo mikill þrýstingur, að yfirstéttin gæti ekki staðið gegn honum. Ef undirstéttir standa saman geta þær unnið mikla sigra.

Það þarf að eyða stéttamismun, og þá eyðist af sjálfu sér sá pólítíski og þjóðfélagslegi mismunur sem leiðir af honum. Þann dag, sem þessi skilningur verður almennur, verður hægt að fara að gera eitthað af viti.





~~~~~~~~~~~~~~~~

Ísraelski hermaðurinn sem skaut Tom Hurndall viðurkennir að hafa vitað að Hurndall væri óvopnaður. He also claims that he was under orders to open fire on anyone, even unarmed people. Hmmm?



~~~~~~~~~~~~~~~~

Nepalskir maóistar ætla að setja Katmandú í herkví - öðru sinni síðan í haust.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Bandarískt verktakafyrirtæki dregur starfsemi sína burt frá Íraq.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Bernard Kerik hættir hjá ráðgjafarfyrirtæki sínu og Giulianis -- Kerik er sá sem varð að hætta við að gerast þjóðaröryggisráðgjafi í BNA vegna þess að hann hafði ráðið ólöglegan innflytjanda sem barnfóstru. En hann er með fleira á samviskunni: Lesið þetta!



~~~~~~~~~~~~~~~~

Að lokum, ég hef fjarlægt linkinn á Útvarp Sögu. Ég geri það með trega, en þetta gengur alveg fram af mér. "Næst heyrum við kraftaverkasögur af fólki sem fór í spjaldbeinablabla"-vitleysa.



Enn fremur hef ég bætt nokkrum linkum neðarlega í dálkinn til hægri. Flestir þeirra eru á flokka maóista, m.a. í Nepal, Afghanistan og Tyrklandi.

No comments:

Post a Comment