Sunday, December 26, 2004

Þessar kosningar í Úkraínu eru meiri farsinn. Ljóti skrípaleikurinn. Ég hugsa að Jústsénkó taki þetta núna, en ég vísa á bug þessum áróðri í vestrænum fjölmiðlum, um að hann sé frábær og Janúkóvitsj ömurlegur. Ég er nokkuð viss um að þeir séu ömurlegir báðir tveir, þótt Jústsénkó sé reyndar líklegri til að gera úkraínsku þjóðinni ógagn.

Í leiðara The Proletarian, des04/jan05 tbl., segir:

Despite the best efforts of our 'free' and 'impartial' media, conversation on the topic of the Ukraine regularly arrives at the conclusion that there is something fishy about the favourable coverage given to 'popular' demonstrations and strikes. After all, whi is George Bush to talk about democracy and fair elections? And when did the US ever support a really popular uprising?


Þetta þykir mér vel mælt. (Og til að taka af tvímæli: Er ég að segja að The Proletarian sé mitt leiðarhnoð í völundarhúsi lífsins, óskeikul ritning réttsýnna og ósérplæginna vísdómsvita sem blablabla? Nei.)

~~~~~~~~~~~~~~~~



Lítið á þetta myndband frá írösqu andspyrnunni. Myndskreytt ákall til umheimsins frá vopnuðum viðnámssveitum írösqu þjóðarinnar.

Hins vegar vil ég benda á þessa grein, sem fjallar um írösqu andspyrnuna, og hvernig ruddar, ofstækismenn og hálfvitar hafa rutt sér óeðlilega mikið til rúms innan hennar, og hvernig Íraqar gætu tekið sér Palestínumenn til fyrirmyndar. Löng en áhugaverð.

Ég ítreka það sem ég hef áður sagt á þessum vettvangi, nýlega, sem er að það Íraqsdeild af RIM (Revolutionary International Movement), írasqan maóistaflokk, sekúlar, óbilgjarnan og framsækinn flokk.

No comments:

Post a Comment