Tuesday, December 7, 2004

Um þessar mundir stendur yfir sögnun hjá Þjóðarhreyfingunni, eins og einhvejrir hafa kannski orðið varir við. Hringið í 90 20000 til að leggja góðu málefni þúsund króna lið: Gerum heimsbyggðinni ljóst að stuðningur íslenska ríkisins við Íraqsstríð var ekki með stuðningi íslensku þjóðarinnar heldur ákvörðun eins eða tveggja ógæfumanna.



Annars vekur þetta mann til umhugsunar. Hvað sem öllum hártogunum líður, þá er það á hreinu að þessi þjóð styður það ekki að Ísland sé á lista hinna herskáu. Hvers vegna er það þá þar?



Hverjum er ríkisstjórnin að þjóna?



Hver á ríkisstjórnina?



Ríkisvaldið er verkfæri ... sá fær að beita því sér til hagsbóta sem hefur yfirhöndina hverju sinni í landinu.



Hver er það?



A.m.k. 80% þjóðarinnar virðast ekki tilheyra þeim hópi.

No comments:

Post a Comment