Monday, December 27, 2004

Dr. Mustafa Barghouti handtekinn í gömlu Jerúsalem, saklaus. Mustafa er forsetaframbjóðandi, og frömuður í mannréttindamálum, friðsamlegri þjóðfrelsisbaráttu og læknishjálp. Um daginn börðu ísraelskir hermenn hann hjá vegatálma, saklausan. Sharon sagði að Palestínumönnum yrði leyft að halda kosningar. Hvernig er hægt að halda kosningar ef mönnum er meinað að stunda kosningabaráttu? Í hundraðasta sinn: Á orðum Sharons er ekki mark takandi, aðeins á gjörðum hans.

Ég er annars alveg bit yfir þessu flóði við strendur Indlandshafs. Hreint ótrúleg hvað þetta er hrikalegt.

No comments:

Post a Comment