Wednesday, December 8, 2004

Hvers vegna eiga íslenskir vinstrimenn engan fjölmiðil? Íslenskir vinstrimenn eru fjölmargir, mismunandi róttækir, en fjölmargir. Hverju sætir það að á Íslandi sé enginn vinstrisinnaður fjölmiðill? Nánast öll íslenska pressan er hægramegin við miðju, eða þá í miðjunni, svo að alvöru miðjan fer að líta út eins og hún sé til vinstri, hin ímyndaða miðja færist til hægri og hægristefna normaliserast, en alvöru visntristefna lítur út eins og vinstri öfgar? Þetta er augljóslega afleit þróun. Henni þarf að snúa við. Okkur vantar vinstrisinnaðan fjölmiðil sem fyrst. Ég tek fram að vefsíður tel ég ekki til fjölmiðla.

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Það er grein eftir bróður minn á www.vinstri.is.

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Hærri íbúðalán þýða hærra íbúðaverð og meiri skuldasöfnun. Er það gott?

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Skondið þykir mér annars að það er talað um "byltingu" í íbúðalánum, prenttækni Jóhanns Gutenberg var kölluð "bylting" og það er talað um "byltingar" í hinum og þessum málum -- en þegar marxisti talar um byltingu, þá sér fólk fyrir sér götuvígu, brennandi bíldekk og að gengið sé hús úr húsi og hægrimönnum smalað í þrælabúðir. Það er ekki skrítið að bylting á Íslandi eigi lítinn hljómgrunn þegar áróðursmaskína íhaldsins kemst upp með að halda fram þessari mynd...

No comments:

Post a Comment