Monday, December 27, 2004

Ég vil meina að trúarbrögð séu í aðra röndina löguð að okkur til að við fílum þau og samþykkjum, en í hina röndina geri þau okkur undirgefin og of þolinmóð gagnvart kúgurum, arðræningjum og öðrum óvinum. Það mætti líkja okkur við fiska og trúarbrögðunum við öngul með agni: Við sjáum þennan girnilega ánamaðk, gleypum hann, en þá er öngull trúarinnar kominn ofan í okkur og hægara sagt en gert að losna við hann. Hmm ... vekur vangaveltur um etýmólógískan uppruna orðsins "engill" ... ætli það sé skylt "öngull"?

No comments:

Post a Comment