Tuesday, December 28, 2004

Styrmir Gunnarsson segir að Jústsénkó sé "ólíklegur byltingarmaður" -- og undir það get ég tekið. Enda er hann ekki byltingarmaður. "Flauelsbyltingin", "rósabyltingin", "apperlsínugula byltingin" ... þetta eru ekki neinar byltingar. Þetta eru bara valdaskipti þar sem ný valdablokk tekur við af þeirri gömlu. Nýja valdablokkin er hallari undir Vesturlönd og endurspeglar aukin ítök vestræns auðmagns í viðkomandi löndum. Jústsénkó verður þannig fulltrúi fyrir þann hluta úkraínsku elítunnar sem mest styðst við Vesturlönd og vestrænt auðmagn, tákngerfingur þess hvernig vestrænt auðmagn hefur smeygt sér inn í Úkraínu og þanist þar út. Auðmagn stendur í útþenslustefnu í A-Evrópu eins og annars staðar.

Það er rétt hjá Styrmi, að Jústsénkó er ólíklegur byltingarmaður. En það er annað sem Styrmir hermir rétt í dag: Stuðningur Bandaríkjamanna við úkraínskar hreyfingar, sem kenna sig við lýðræði, nemur a.m.k. 65 milljónum dollara. Styrmir segir að "deila megi um hvort slíkt teljist pólítísk afskipti, en lágmarkskrafa hljóti að teljast að þau fari fram fyrir opnum tjöldum" -- satt er það. Ég býst við að Styrmir hefði kallað það pólítísk afskipti ef Sovétmenn hefðu stutt Sameiningarflokk alþýðu -- Sósíalistaflokkinn um 65 milljónir. Það er alveg satt, að svona laun-stuðningur er fyrir neðan allar hellur. Reyndar má segja það sama um hreyfingarnar sem hann hefur runnið til. Þetta eru engar lýðræðishreyfingar, þetta eru auðvaldshreyfingar, sem kenna sig við lýðræði vegna þess að það hentar hagsmunum þeirra betur.



Jústsénkó er ekki góði gaurinn í Úkraínu. Hvorki hann né Janúkóvitsj.

No comments:

Post a Comment