Thursday, December 9, 2004

Það gengur ekki að forsætisráðherra skuli haldast uppi óheiðarlegur málflutningur, útúrsnúningar, lygar og dylgjur, í ræðustól á Alþingi. Það gengur ekki að maður, sem hefur innan við tíunda hvern landsmann að baki sér, hagi sér eins og hershöfðingi og haldi að hann sé hafinn yfir landslög eða siðferði. Það þarf að girða fyrir að þetta rugl haldi áfram. Það þarf að setja nýja dagskrá, og það er ekki Halldór Ásgrímsson sem ætti að setja hana.



Námsmenn í Katmandú í Nepal mótmæla einveldinu. Er skrítið að það sé almenn óánægja með stjórnarfarið í landinu? Stjórnarfarið er blanda af miðaldalénskerfi og nýlendukúgun. Mannréttindi að engu höfð, sjálfsákvörðunarréttur fólks þaðan af síður, og alþýðan lepur dauðann úr skel. Svo dirfast Vesturveldin að styðja Gyanendra konung. Ekki veit ég hversu mikinn stuðning hann hefur frá Íslandi, en altént er stjórnmálsamband við ríkisstjórn hans.

No comments:

Post a Comment