Friday, December 31, 2004

Rakettur og gamlárskvöld



Eins og ég rakti í gær, þá hef ég litlar mætur á flugeldum núna í seinni tíð. Hvað er málið með þessar "vopna-rakettur"? "Sverð", "spjót", "hnífur", "atgeir", "bogi", "lásbogi"? Lásbogi? Ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tímann verið til svo mikið sem einn lásbogi á Íslandi fyrr en kannski á tuttugustu öld. Allavega, mér finnst þessi heiti ekki sérstaklega smekklega valin. Annað, sem mér þykir kannski ennþá ósmekklegra, er að kalla einhverjar skotkökur "Njálsbrennu" og "Flugumýrarbrennu". Skyldu þeir sem ákváðu þetta ekki átta sig á alvöru málsins? Eða er það eitthvað til að hafa í flimtingum, að brenna fólk inni? Er það langrækni, að maður skuli enn í dag ekki hafa gleymt frændum sínum, sem voru brenndir á Flugumýri? Já, ég hristi hausinn yfir þessu.

No comments:

Post a Comment