Wednesday, December 22, 2004

Það er naumast mannfallið í Mosul. Það er ekki sama Jón og séra Jón; ekki sér styrmir Gunnarsson ástæðu til að slá því upp með 72 punkta letri, á forsíðu Morgunblaðsins, þegar 20 írasqir borgarar falla.

George Bush Bandaríkjaforseti segir fráleitt að hætta hálfnuðu verki í Írak þrátt fyrir mannfall, hlutverk Bandaríkjahers sé að koma þar á friði og lýðræði.

Góður þessi. Svo ég vitni í Jesaja spámann, þá sprettur friður upp af réttlæti. Ef Bandaríkjastjórn vill frið í Íraq ætti hún að byrja á að draga þaðan burt mesta ófriðarvaldinn, sem jafnframt á 99% af öllum vopnum sem eru það. Þá mætti hún taka með sér seppann, afsakið, leppinn Allawi og leyfa Íröqum að ráða sínum málum sjálfir. Gallinn er bara að þetta stendur ekkert til. Réttlæti?

Réttlæti fæli í sér að Íraqar réðu sjálfir yfir olíulindum sínum og væru ekki myrtir í þokkabót.

Efnavopna-Halldór situr mumlandi í Stjórnarráðinu og heldur að hann sé sniðugur, að styðja fjöldamorð á saklausu fólki.



Talandi um réttlæti, frið, lýðræði og fleira í þeim dúr, þá má taka fram að allt tal yfirvalda um þetta er skrum eitt. Sá rithöfundur sem flestir virðast elska að vitna í, Orwell, fann einmitt upp nafn á þetta mál: Newspeak. Newspeak er það sem heldið hefur verið að okkur. Orð eru svipt merkingu sinni eða gefin ný merking til að styrkja valdastéttina. Lesið þetta.



Bandaríkjamenn segja að þessi "Abu Musab al-Zarqawi" sé kominn til Mosul. Kjaftæði! Hann er jafn mikið í kjallaranum heima hjá mér og hann er í Mosul! Ég neita að trúa að þessi grýla sé til í alvörunni. Fréttir hermdu að hann hefði verið drepinn í loftárás í apríl 2003; ég held mig við þá frétt þar til annað sannast. Hvað held ég að þetta sé? Ég held að þessi tengsl sem þessi hópur hans á að hafa við al-Qaeda séu nánar tiltekið tengsl við CIA. Í fyrsta lagi leikur enginn vafi á því að CIA hefur meira en nógu lágt siðferðisþrek til að sviðsetja svona. Stofnanir hafa ekki siðferði; þær hafa verkefni og þær hafa hagsmuni. Í öðru lagi er meira en lítið dularfullt hvað (a) allt sem "Zarqawi" gerir spilar beint upp í hendurnar á Bandaríkjastjórn og (b) allt sem hann gerir fær mikla athygli í heimspressunni. Þá skulum við ekki gleyma hinni sviðsettu aftöku á Nick Berg.



~~~~~~~~~~~~~~~~~



Að lokum: Styrmir Gunnarsson lýsir því hvernig Jústsénkó hafi flengt Janúkóvitsj í kappræðum í sjónvarpi í Úkraínu. Lætur þess hins vegar ógetið, að báðir eru frambjóðendurnir langt til hægri, og báðir vilja þeir þjóna erlendum hagsmunum umfram úkraínska. Jústsénkó er "vinur Vesturlanda" og vestræna pressan vorkennir honum af því það er farið svo illa með þennan góða, heiðarlega lýðræðisvin. Blablabla. Hann er "góði gæinn" vegna þess að hann vill opna Úkraínu meira fyrir vestrænni fjárfestingu, sækja um í NATÓ, ESB o.s.frv. Gott, ekki satt? Nei, ekki gott. Vestræn fjárfesting er ekkert annað en vestræn nútíma útþenslustefna. Hvað ætli alþýða Búlgaríu sé mikið hrifin af því að einhverjir Íslendingar séu að kaupa landssímann þeirra?

No comments:

Post a Comment