Monday, December 13, 2004

Það er komin ný grein á Gagnauga, um hina "frjálsu" fjölmiðla.

~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~



Sjáið þrusugrein bróður míns.

~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~



Fallujah er í rjúkandi rústum en ekki eru andspyrnumenn af baki dottnir ennþá. Hvað getur maður sagt? Þeir eru seigir. Írasqa andspyrnuhreyfingin virðist vera mjög hörð í horn að taka. Hún berst fyrir réttlátan málstað og gegn innrásarher heimsvaldasinna. Án þess að ég skrifi upp á hverja einustu árás sem þeir gera, og án þess að ég hlakki yfir mannfalli Bandaríkjahers, þá er það andspyrnan sem er í rétti. Þjóð hefur rétt til að verjast innrásarher. Írasqa þjóðin getur verið stolt af sonum sínum sem setja líf sitt í hættu við að verja föðurlandið. Andspyrnumennirnir sem eru felldir eru píslarvottar fyrir frjálst Íraq.

~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~



Þetta er einn stór strámaður. Og hananú. Það er enginn að gleypa neitt allt hrátt eða gagnrýnislaust, það er enginn að kalla neinn óskeikulan og það er ekki verið að spá því að himnar hrynji. Ef sá sem af e-m ástæðum skrifar ekki undir nafni hefur einhverjar athugasemdir að gera við Life After the Oil Crash, þá þætti mér gaman að sjá þær. Í alvöru talað.

No comments:

Post a Comment