Monday, December 6, 2004

Hvað er nú þetta? Eru nepalskir maóistar að misstíga sig á hinum skínandi stíg? Eða er þetta kannski áróður? Ég gúglaði höfundinum, sem heitir Kamala Sarup, og fann að hún er meðlimur í einhverjum samtökum sem ég veit engin deili á. Hins vegar komst ég að því að hún er við doktorsnám í Bandaríkjunum. Setur það strik í reikninginn? Hefði hún átt að taka það fram? Þýðir þetta að allt sem frá henni kemur sé lygi? Nei, reyndar ekki. Mér virðist hún vera borgaralega þenkjandi aktívisti í kvenréttindabaráttu í Nepal (sem ekki er vanþörf á), fyrir utan að vera málsmetandi í nepölskum bókmenntakreðsum. Skiptir það máli? Ég veit það ekki. Hvað með greinina sem ég vísaði í til að byrja með? Staðreyndirnar geta vel verið sannar og skýringar Kamölu við þær geta vel verið það líka. Ég veit það ekki.

~*~*~*~*~*~



5 milljónum Ungverja neitað um ungverskan ríkisborgararétt. Sanngjarnt? Ég veit ekki. Skiljanlegt? Ég býst við því.

~*~*~*~*~*~



Ósama er gjörsamlega týndur, að sögn Musharrafs Pakistanadróttins. Í alvöru ... *geisp* ... ha? Er ætlast til þess að maður kaupi þá sögu að einn maður, sem er foringi í stórhættulegum samtökum með tengslanet um allan heim og bankareikninga og ég-veit-ekki-hvað og er í þokkabót óvanalega stórvaxinn, finnist ekki þegar allur her og floti leitar að honum? Önnur skýring - sem er ekki jafn fráleit og mörgum finnst það hljóma - er sú að það sé ekkert verið að leita að Ósama í alvörunni. Hann sé fyrir löngu kominn á Kyrrahafseyju þar sem hann sé í vellystingum með kvennabúrið sitt og lífverði frá CIA.

Ég trúi ekki hinni opinberu sögu um þennan Ósama.

No comments:

Post a Comment